Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 01. apríl 2023 15:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Chelsea og Aston Villa: Cucurella í miðverði
Mynd: Getty Images

Chelsea og Aston Villa mætast í afar athyglisverðum leik kl. 16:30 en liðin eru jöfn að stigum í 10.-11. sæti.


Eftir úrslit dagsins er tækifæri fyrir liðin að minnka bilið í 1 stig frá Liverpool og Brighton sem sitja í 7. og 8. sæti, þ.e. ef Brighton tapar gegn Brentford.

Graham Potter stillir upp í 4-3-3 og svo virðist sem Marc Cucurella sé í miðverðinum ásamt Kalidou Koulibaly. Loftus-Cheek er á miðjunni. Þá eru Felix, Havertz og Mudryk fremstir.

Leon Bailey og Matty Cash eru ekki í liði Villa en Ashley young og Boubacar Kamara koma inn í þeirra stað.

Chelsea: Kepa; James, Koulibaly, Cucurella, Chilwell; Enzo, Loftus-Cheek, Kovacic; Felix, Havertz, Mudryk

Aston Villa: Martinez; A.Young, Konsa, Mings, Moreno; Kamara, Luiz, McGinn; Buendia, Watkins, Ramsey


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner