Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
banner
   þri 01. apríl 2025 21:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Mynd: Dalvík/Reynir
Dalvík/Reynir er úr leik í Mjólkurbikarnum í ár eftir tap gegn Völsungi í fyrstu umferð á Húsavík í kvöld.

Lestu um leikinn: Völsungur 4 -  2 Dalvík/Reynir

„Fyrstu viðbrögð eru vonbrigði, bæði frammistaða liðsins og úrslitin. Margt af því sem við lögðum upp fyrir leik gekk ekki upp. Eftir tvær til þrjár mínútur í seinni hálfleik setjum við gjöf á diskinn þeirra og þá er komið 2-1. Svo koma önnur svona mistök og þá er staðan orðin 3-1 og þá er þetta svolítið farið," sagði Hörður Snævar.

„Mistök hjá mér í upphafi leiks að setja leikinn svona upp en svo gerum við líka mistök. Ef menn ætla að gera þetta vel í sumar þá þurfum við heldur betur að stíga á bensíngjöfina og gera þetta betur."

Dalvík/Reynir hefur leik í 2. deild eftir mánuð. Eru þið klárir í mótið?

„Það sýnist mér ekki miðað við kvöldið í kvöld. Við þurfum að spýta heldur betur í lófana og bæta alla hluti leiksins og það liggur hjá mér sem þjálfara að nýta þennan tíma og koma liðinu í stand. Við höfum mánuð, það er ágætis tími og menn þurfa að læra hratt. Ég þarf að axla ábyrgð á þessu eins og leikmennirnir hvernig þetta fer í kvöld því mér fannst Völsungur ekki betra liðið," sagði Hörður Snævar.
Athugasemdir
banner
banner
banner