
Dalvík/Reynir er úr leik í Mjólkurbikarnum í ár eftir tap gegn Völsungi í fyrstu umferð á Húsavík í kvöld.
Lestu um leikinn: Völsungur 4 - 2 Dalvík/Reynir
„Fyrstu viðbrögð eru vonbrigði, bæði frammistaða liðsins og úrslitin. Margt af því sem við lögðum upp fyrir leik gekk ekki upp. Eftir tvær til þrjár mínútur í seinni hálfleik setjum við gjöf á diskinn þeirra og þá er komið 2-1. Svo koma önnur svona mistök og þá er staðan orðin 3-1 og þá er þetta svolítið farið," sagði Hörður Snævar.
„Mistök hjá mér í upphafi leiks að setja leikinn svona upp en svo gerum við líka mistök. Ef menn ætla að gera þetta vel í sumar þá þurfum við heldur betur að stíga á bensíngjöfina og gera þetta betur."
Dalvík/Reynir hefur leik í 2. deild eftir mánuð. Eru þið klárir í mótið?
„Það sýnist mér ekki miðað við kvöldið í kvöld. Við þurfum að spýta heldur betur í lófana og bæta alla hluti leiksins og það liggur hjá mér sem þjálfara að nýta þennan tíma og koma liðinu í stand. Við höfum mánuð, það er ágætis tími og menn þurfa að læra hratt. Ég þarf að axla ábyrgð á þessu eins og leikmennirnir hvernig þetta fer í kvöld því mér fannst Völsungur ekki betra liðið," sagði Hörður Snævar.
Athugasemdir