Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 01. maí 2021 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Dalvíksport 
Breskur vængmaður í Dalvík/Reyni (Staðfest)
Mynd: Dalvík/Reynir
Dalvík/Reynir hefur fengið Connor Parsons til liðs við sig fyrir komandi baráttu í 3. deildinni.

Parsons er 21 ára gamall vængmaður og kemur frá Bretlandi.

Knattspyrnudeild Dalvíkur hefur gert eins árs samning við Connor Parsons sem er 21 árs gamall vængmaður.
Connor kemur frá Bretlandi en hann er uppalinn hjá Norwich City.

Connor er nú þegar kominn til liðs við hópinn og byrjaður að æfa með liðinu. Hann er leikinn og fljótur vængmaður og býr hann yfir miklum hæfileikum.
Það verður því spennandi að fylgjast með honum á næstu misserum.

Við bjóðum Connor hjartanlega velkominn og hlökkum til að sjá hann í Dalvíkurbúningnum í sumar.

Hann er uppalinn hjá Norwich og er þegar kominn til landsins og byrjaður að æfa með liðinu.

„Hann er leikinn og fljótur vængmaður og býr hann yfir miklum hæfileikum. Það verður því spennandi að fylgjast með honum á næstu misserum. Við bjóðum Connor hjartanlega velkominn og hlökkum til að sjá hann í Dalvíkurbúningnum í sumar," segir í fréttt inn á dalviksport.

Dalvík/Reynir mætir KF í dag í 2. umferð Mjólkurbikarsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner