Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 01. maí 2021 13:30
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeild kvenna: 5. sæti
Haukum er spáð 5. sæti í sumar
Haukum er spáð 5. sæti í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir er tekin við Haukum
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir er tekin við Haukum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vienna Behnke er einn besti leikmaður deildarinnar
Vienna Behnke er einn besti leikmaður deildarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-9 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5. Haukar
6. Augnablik
7. Víkingur
8. HK
9. ÍA
10. Grindavík

Lokastaða í fyrra: 3. sæti í Lengjudeildinni

Þjálfarar: Guðrún Jóna Kristjánsdóttir tók við Haukaliðinu í haust en hún hafði verið aðstoðarþjálfari liðsins þar áður. Guðrún Jóna er hokin af reynslu. Lék á sínum tíma 200 deildarleiki og 25 A-landsleiki og hefur verið viðriðin þjálfun síðan skórnir fóru á hilluna. Hún hefur áður þjálfað meistaraflokkslið Aftureldingar/Fjölnis, KR og Þróttar. Henni til aðstoðar er annar reynslubolti, Þorleifur Óskarsson.

Styrkleikar: Það gott jafnvægi í leikmannahópnum og liðið á einn besta sóknarmann deildarinnar í Vienna Behnke. Liðið er skipulagt og vel spilandi.

Veikleikar: Liðið hefur misst mjög sterka pósta og stóra karaktera og það verður að koma í ljós hvernig gengið hefur að fylla þau skörð, á vellinum og ekki síður í klefanum.

Lykilmenn: Vienna Benhke, Mikaela Nótt Pétursdóttir, Emily Armstrong

Gaman að fylgjast með: Mikaela Nótt Pétursdóttir er besti ungi varnarmaðurinn í deildinni. Hún átti stórgott sumar í fyrra og fær enn meiri ábyrgð í ár.

Við heyrðum í Guðrún Jónu þjálfara og fórum yfir spánna og fótboltasumarið sem er framundan:

Kemur spáin á óvart?
„Já, hún kemur mér á óvart en ég held að það sé mjög erfitt að spá fyrir og held að flestir hafi ekki hugmynd um hvernig liðin eru stödd. Spáin litast líklega af því.”

Hver eru markmið Hauka í sumar?
„Markmið Hauka eru alltaf að fara inn í hvern einasta leik til að sigra og við sjáum hverju það skilar okkur í lokin og halda áfram að bæta okkur sem lið.“

Hvernig hefur undirbúningstímabilið gengið?
„Það hefur gengið mjög vel. Erum búnar að æfa vel og liðið er í góðu standi. Allir leikmenn búnir að leggja á sig gríðarlega miklu vinnu.“

Er liðið mikið breytt frá því í fyrra?
„Það er talsvert breytt. Höfum misst einhverja leikmenn, höfum fengið góða leikmenn inn og svo eru líka leikmenn sem hafa verið í meiðslum síðustu ár að koma sterkar inn.“

Hvernig áttu von á að deildin spilist í sumar?
„Ég held að deildin verði mjög jöfn og liðin eiga eftir að reita stig hvert af öðru. Held að Lengjudeildin hafi aldrei verið jafn jöfn og góð og hún á eftir að vera í sumar.“

„Vonandi fáum við frábært fótboltasumar á Íslandi og covid heldur sig til hléss. Njótið þess í botn að geta spilað fótbolta.“

Komnar:
Emily Armstrong frá Svíþjóð
Kiley Norkus frá Bandaríkjunum
Birgitta Hallgrímsdóttir frá Grindavík
Þórey Björk Eyþórsdóttir frá FH
Rakel Leósdóttir frá Fylki
Tara Björk Gunnarsdóttir

Farnar:
Elín Björg Símonardóttir í FH
Sæunn Björnsdóttir í Fylki (á láni)
Chanté Sandiford í Stjörnuna
Elín Klara Þorkelsdóttir

Fyrstu leikir Hauka:
6. maí Haukar - FH
13. maí Grindavík - Haukar
22. maí Haukar - Víkingur
Athugasemdir
banner