Birkir kom Brescia á bragðið í dag þegar liðið vann gífurlega mikilvægan 3-1 sigur á SPAL í Serie B deildinni.
Með þessum sigri á Brescia enn mikla möguleika á að enda í umspilssæti en eins og staðan er núna er liðið einungis tveimur stigum frá síðasta umspilssætinu.
Birkir lék allan leikinn í dag en hann fékk einnig gult spjald. Þjálfari liðsins, Pep Clotet, hrósaði Birki eftir leikinn í dag.
„Hann er mikilvægur leikmaður sem er vanur að spila mikilvæga leiki. Reynsla hans gerir okkur kleift að spila frá öftustu línu. Birkir er með gæði og hann getur leyst hin ýmsu hlutverk á vellinum. Þá er hann mjög öflugur að stinga sér inn í teig andstæðingana."
Þrjár umferðir eru eftir í Serie B og getur enn margt gerst í baráttunni hjá Brescia.
Athugasemdir