Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 01. júní 2020 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk í dag - Íslendingaslagur í beinni útsendingu
Jón Dagur Þorsteinsson.
Jón Dagur Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru fjórir leikir í dönsku úrvalsdeildinni í dag og verður hægt að horfa á einn þeirra í beinni útsendingu á Viaplay.

Þessi mánudagur er tekinn snemma þar sem leikur Randers og Hobro hefst klukkan 12:00. Mikael Neville Anderson og félagar í toppliði Midtjylland mæta svo Horsens klukkan 14:00.

Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson er ekki í leikmannahópi FC Kaupmannahöfn sem heimsækir Lyngby. Frederik Schram er varamarkvörður Lyngby.

Síðasti leikur dagsins er svo sýndur, en þar mætast AGF og OB í Árósum. Það er Íslendingaslagur þar sem Jón Dagur Þorsteinsson leikur með AGF og Aron Elís Þrándarson leikur með OB.

Leikir dagsins:
12:00 Randers - Hobro
14:00 Midtjylland - Horsens
16:00 Lyngby - FC Kaupmannahöfn
18:00 AGF - OB (Viaplay)

Sjá einnig:
Danski boltinn byrjar í dag: Það sem þú þarft að vita
Stöðutaflan Danmörk Danmörk - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 FCK 17 9 6 2 32 19 +13 33
2 Midtjylland 17 10 3 4 31 22 +9 33
3 Randers FC 17 8 6 3 31 19 +12 30
4 AGF Aarhus 17 7 7 3 30 17 +13 28
5 Brondby 17 7 6 4 31 22 +9 27
6 Silkeborg 17 6 8 3 29 23 +6 26
7 FC Nordsjaelland 17 7 5 5 30 29 +1 26
8 Viborg 17 5 6 6 29 27 +2 21
9 AaB Aalborg 17 4 5 8 18 31 -13 17
10 Sonderjylland 17 4 4 9 21 37 -16 16
11 Lyngby 17 1 7 9 12 24 -12 10
12 Vejle 17 1 3 13 16 40 -24 6
Athugasemdir
banner
banner