„Hlutirnir hafa ekki alveg fallið með okkur í upphafi móts en þær eru 100% fókuseraðar og ákveðnar í því að sýna sitt rétta andlit og þessi leikur er gott svar við því", hafði ánægður Ásmundur Arnarsson að segja eftir 6-1 sigur á Aftureldingu fyrr í kvöld.
Lestu um leikinn: Afturelding 1 - 6 Breiðablik
Það voru nokkrar breytingar á uppleggi Breiðabliks fyrir þennan leik en engar stórar breytingar.
„Við skoruðum fleiri mörk en við höfum gert undanfarið, frammistaðan hefur verið góð í sumar leikirnir hafa verið flottir hjá okkur en okkur hefur vantað að ná að ýta boltanum yfir línuna og það tókst upp í dag."
Breiðablik hefur átt erfitt uppdráttar í byrjun á þessu tímabili eftir úrslit dagsins er Breiðablik í 5. sæti Bestu-deildar kvenna.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir