Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   fim 01. júní 2023 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ferdinand vill fá Kovacic í stað De Jong
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand fyrrum varnarmaður Manchester United vill að félagið næli í Mateo Kovacic miðjumann Chelsea.

Kovacic er sagður vera til sölu þar sem Mauricio Pochettino stjóri Chelsea stefnir á að hreinsa til á miðjunni í sumar.

Hann hefur verið sterklega orðaður við Manchester City.

Frenkie de Jong miðjumaður Barcelona hefur lengi verið orðaður við Manchester United en Ferdinand telur að það sé of flókið ferli fyrir United.

„Það hljómar of erfitt og flókið, farið í eitthvað annað," sagði Ferdinand í hlaðvarpsþætti sínum Rio Ferdinand Presends FIVE.

„Ég held að Kovacic eigi eitt ár eftir. Ég fíla hann, hann er öðruvísi en það sem við höfum."


Athugasemdir
banner
banner
banner