Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fim 01. júní 2023 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gunni Birgis spáir í 5. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birgisson Boys.
Birgisson Boys.
Mynd: Raggi Óla
Mikil trú á Omar Sowe.
Mikil trú á Omar Sowe.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindvíkingurinn Gunnar Þorsteinsson var með tvo rétta þegar hann spáði í síðustu umferð Lengjudeildarinnar. Nú er komið að íþróttafréttamanninum Gunnari Birgissyni að spá í leikina í deildinni.


ÍA 1 - 3 Fjölnir (í kvöld 19:15)
Maður óskar ekki einusinni sínum versta óvin að lenda í hakkavélinni hjá Úlfi og Einari þjálfurum Fjölnis en það kemur í hlut Skagamanna í þessari umferð. Fjölnismenn keyra Hvalfjörðinn í leikinn til að ná öllum Kristmundar Axels katalógnum í rútunni og mæta vel gíraðir til leiks.

Grindavík 0 - 4 Afturelding (í kvöld 19:15)
Kósýkvöld hjá Magga the entertainer og hans mönnum sem oft eru nefndir Birgisson Boys. Þeir vita sem vita. Mikið posession, hátt xG og allt það helsta, Grindvíkingar með hausinn við bikarinn enn sem komið er og Jón Júlíus framkvæmdastjóri Grindvíkinga flaggar víst fána ESB daglega á Grindavíkurvelli. „Umdeilt en árangursríkt" segja bæjarbúar.

Selfoss 1 - 2 Þróttur Reykjavík (í kvöld 19:15)
Þróttarar vita að Selfyssingar eru sýnd veiði, en aaaaalls ekki gefin. Með það að leiðarljósi vinna þeir leikinn sannfærandi. Sárabótamark frá Selfyssingum á 92. mínútu sem eru enn að jafna sig eftir Skímó tónleikana um Hvítasunnuhelgina, skil þá vel.

Þór 1 - 0 Ægir (á morgun 18:00)
Þetta verður áhugaverður leikur fyrir margar sakir. Spilandi þjálfari Ægis, Baldvin Borgarsson, kemur inn á síðustu 15.min up top og Ægismenn fara að hengja hann duglega fram á við. Það heppnast ekki betur en svo að Bjarni litli G skorar eitt af miðlínunni yfir Ivaylo í marki Ægis. Svekkjandi niðurstaða fyrir Ægi en Þór sækir mikilvæg þrjú stig.

Grótta 2 - 4 Leiknir Reykjavík (á morgun 19:15)
Ég er hrifinn af þessu Gróttu projecti og veit vel að Kristófer Orri setur eitt af 25 metrunum í vinkilinn til að opna leikinn og rífur sig úr treyjunni og er í glænýrri Arsenal treyju merkt Martin Odegaard innanundir. Það er þó einungis upphafið að endinum, Omar Sowe setur FJÖGUR mörk fyrir Leikni sem fara með sannfærandi sigur af hólmi. FJÖGUR!!

Vestri 0 - 0 Njarðvík (laugardag 14:00)
Vestri er enn að jafna sig eftir leiðinlegan endi á ágætu tímabili hjá Vestra í blakinu og einbeita sér að því bara að verja markið sitt. Þeir verða gegenpressaðir í 90 mínútur Arnar Halls style, en standa það af sér. Stórskemmtilegt 0-0 jafntefli.

Fyrri spámenn:
Þráinn Orri Jónsson (3 réttir)
Gunnar Þorsteinsson (2 réttir)
Birnir Snær Ingason (2 réttir)
Aron Jóhannsson (1 réttur)










Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner