
Grótta heimsótti Aftureldingu í kvöld í Mosfellsbæinn í Lengjudeild karla.
Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, þurfti að sætta sig við 2-1 tap eftir dramatískan leik og hann var að vonum svekktur í leikslok.
Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, þurfti að sætta sig við 2-1 tap eftir dramatískan leik og hann var að vonum svekktur í leikslok.
Lestu um leikinn: Afturelding 2 - 1 Grótta
„Mjög svekkjandi. Við getum tekið síðustu fjóra,fimm eða sex leiki þar sem svipað er að gerast hjá okkur. Svo virðist sem það sé ekkert að falla með okkur," sagði Gústi beint eftir leik.
Það er langt síðan síðasti sigurleikur kom hjá Gróttumönnum og er Gústi meðvitaður um þessa erfiðu stöðu sem er að myndast.
„Maður segir að stigin telja og við eigum ekkert skilið en að mínu viti erum við búnir töluvert betri en öll þessi lið sem við höfum spilað við. Við höldum áfram en eins og ég segi úrslitin telja og við erum bara búnir að sogast niður í alvöru botnbaráttu," sagði Gústi.
Nánar er rætt við Gústa í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir