Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 01. júlí 2022 17:00
Elvar Geir Magnússon
Gestgjafarnir mæta á flugi á EM
Alessia Russo í leiknum í gær.
Alessia Russo í leiknum í gær.
Mynd: EPA
Enska kvennalandsliðið burstaði Sviss 4-0 í síðasta vináttulandsleik sínum fyrir Evrópumótið sem hefst í næstu viku. Leikurinn fór fram í Sviss.

Staðan var markalaus í hálfleik en Alessia Russo braut ísinn með skallamarki eftir fyrirgjöf Rachel Daly.

Georgia Stanway tvöfaldaði forystuna úr vítaspyrnu áður en Bethany England og Jill Scott komust á blað.

England fer inn í mótið ósigrað í síðustu fjórtán leikjum en hin hollenska Sarina Wiegman þjálfar liðið.

Opnunarleikur Evrópumóts kvenna verður á Old Trafford næsta miðvikudag þegar England mætir Austurríki.

Ísland hefur hinsvegar leik þann 10. júlí, gegn Belgíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner