Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 01. ágúst 2021 20:19
Victor Pálsson
Sjáðu atvikið: Arsenal virtist hafa jafnað metin - Fór boltinn yfir línuna?
Mynd: Getty Images
Arsenal tapaði gegn Chelsea í æfingaleik í dag en bæði lið undirbúa sig nú fyrir keppni í ensku úrvalsdeildinni.

Chelsea komst yfir með marki Kai Havertz á 26. mínútu en Granit Xhaka jafnaði svo metin á 69. mínútu.

Framherjinn Tammy Abraham sá um að tryggja Chelsea sigurinn 12 mínútum síðar og lokatölur, 2-1.

Arsenal virtist hins vegar hafa jafnað metin á 81. mínútu er Joe Willock átti gott skot að marki.

Boltinn fór í slá og lenti við línuna en margir vilja meina að boltinn hafi klárlega verið fyrir innan en mark ekki dæmt.

Andre Marriner sá um að dæma leikinn en samkvæmt honum og hans dómaratríói fór boltinn ekki yfir línuna.

Atvikið má sjá hér.


Athugasemdir
banner
banner
banner