Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 01. ágúst 2022 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Aðsóknarmestu fótboltaleikir ársins eru kvennaleikir
Mynd: EPA

Kvennafótboltinn er í mikilli stórsókn og var áhorfendamet Evrópumótsins slegið um helgina þegar England lagði Þýskaland að velli í úrslitaleik á Wembley.


Rúmlega 87 þúsund manns mættu á Wembley sem er met á EM bæði í karla- og kvennaboltanum.

Ef árið 2022 hingað til er skoðað kemur í ljós að í aðeins tvö skipti mættu fleiri áhorfendur á fótboltaleiki í Evrópu og voru það bæði heimaleikir kvennaliðs Barcelona.

91,553 manns horfðu á El Clasico viðureign Barcelona gegn Real Madrid og 91,648 manns horfðu á stórsigur Barca á móti Wolfsburg í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner