Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   mán 01. ágúst 2022 22:24
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Við erum bara í góðum rythma
Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks.
Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik fengu Skagamenn í heimsókn í kvöld þegar 15.umferð Bestu deildarinnar hélt áfram göngu sinni.

Breiðablik voru fyrir umferðina á toppnum með 35 stig en Skagamenn sátu á botni deildarinnar með 8 stig.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 ÍA

„Alltaf gott að vinna, frábært að fá þrjú stig og erfiður leikur, Skaginn er auðvitað erfiðir, vörðust vel og breikuðu hratt með fljóta og duglega stráka frammi sem hlupu, börðust og djöfluðust í okkur og refsuðu okkur og komust í 1-0 en við svöruðum því vel með tveimur mörkum á skömmum tíma og kláruðum þetta svo með þriðja markinu." Sagði Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

Breiðablik voru lengi í gang og virtist þetta vera einn af þessum leikjum þar sem ekkert ætlaði að detta fyrir þá en Dóri vildi þó ekki meina að það hafi verið neitt panic að lenda undir.

„Nei maður dettur ekki í panic-ið strax. Ég var vonsvikinn að það hafi verið dæmt af markið sem Ísak skoraði. Ég gat ekki séð annað en að þetta hafi verið fullkomnlega löglegt mark og ég veit ekki hvort að þeir hafi haldið að Jason hafi haft áhrif á eitthvað, hann var eitthvað að þvælast þarna en það hafði enginn áhrif á eitt né neitt og bara fullkomnlega löglegt mark og hefðum átt að komast í 1-0 þar en svekkjandi að fá svo mark beint í andlitið en mér fannst menn svara því vel þegar Kiddi jafnar leikinn þá var það svolítið búið að liggja í loftinu og svo fáum við gott skallamark strax í kjölfarið og bara virkilega vel svarað."

Nánar er rætt við Halldór Árnason aðstoðarþjálfara Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner