Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   mán 01. ágúst 2022 22:24
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Við erum bara í góðum rythma
Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks.
Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik fengu Skagamenn í heimsókn í kvöld þegar 15.umferð Bestu deildarinnar hélt áfram göngu sinni.

Breiðablik voru fyrir umferðina á toppnum með 35 stig en Skagamenn sátu á botni deildarinnar með 8 stig.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 ÍA

„Alltaf gott að vinna, frábært að fá þrjú stig og erfiður leikur, Skaginn er auðvitað erfiðir, vörðust vel og breikuðu hratt með fljóta og duglega stráka frammi sem hlupu, börðust og djöfluðust í okkur og refsuðu okkur og komust í 1-0 en við svöruðum því vel með tveimur mörkum á skömmum tíma og kláruðum þetta svo með þriðja markinu." Sagði Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

Breiðablik voru lengi í gang og virtist þetta vera einn af þessum leikjum þar sem ekkert ætlaði að detta fyrir þá en Dóri vildi þó ekki meina að það hafi verið neitt panic að lenda undir.

„Nei maður dettur ekki í panic-ið strax. Ég var vonsvikinn að það hafi verið dæmt af markið sem Ísak skoraði. Ég gat ekki séð annað en að þetta hafi verið fullkomnlega löglegt mark og ég veit ekki hvort að þeir hafi haldið að Jason hafi haft áhrif á eitthvað, hann var eitthvað að þvælast þarna en það hafði enginn áhrif á eitt né neitt og bara fullkomnlega löglegt mark og hefðum átt að komast í 1-0 þar en svekkjandi að fá svo mark beint í andlitið en mér fannst menn svara því vel þegar Kiddi jafnar leikinn þá var það svolítið búið að liggja í loftinu og svo fáum við gott skallamark strax í kjölfarið og bara virkilega vel svarað."

Nánar er rætt við Halldór Árnason aðstoðarþjálfara Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner