Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
Alexandra í skýjunum: Það væri galið að setja hann ekki í svæðið
Hildur: Í augnablikinu vissi ég ekki að það kæmi mark úr því
Fyrsta landsliðsmarkið kom á besta tíma - „Ólýsanleg tilfinning"
Gunnhildur: Ætlað mér að vera styrktarþjálfari í svona tíu ár
Sædís: Þurfum að vera rólegri á boltanum og þora
Hefði frekar verið til í Valsvöllinn - „Eitthvað sem ég þarf að laga fyrir næsta leik"
Guðrún: Það voru Blikalög í rútunni á leiðinni og allir pepp
Alexandra: Er svo hógvær að ég segi að þetta sé sjálfsmark
Máni efstur í kosningu til stjórnar KSÍ
Þrumuræða Þorvaldar gerði útslagið: Fyrst og fremst tilfinningar frá mér
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
banner
   mán 01. ágúst 2022 22:24
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Við erum bara í góðum rythma
Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks.
Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik fengu Skagamenn í heimsókn í kvöld þegar 15.umferð Bestu deildarinnar hélt áfram göngu sinni.

Breiðablik voru fyrir umferðina á toppnum með 35 stig en Skagamenn sátu á botni deildarinnar með 8 stig.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 ÍA

„Alltaf gott að vinna, frábært að fá þrjú stig og erfiður leikur, Skaginn er auðvitað erfiðir, vörðust vel og breikuðu hratt með fljóta og duglega stráka frammi sem hlupu, börðust og djöfluðust í okkur og refsuðu okkur og komust í 1-0 en við svöruðum því vel með tveimur mörkum á skömmum tíma og kláruðum þetta svo með þriðja markinu." Sagði Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

Breiðablik voru lengi í gang og virtist þetta vera einn af þessum leikjum þar sem ekkert ætlaði að detta fyrir þá en Dóri vildi þó ekki meina að það hafi verið neitt panic að lenda undir.

„Nei maður dettur ekki í panic-ið strax. Ég var vonsvikinn að það hafi verið dæmt af markið sem Ísak skoraði. Ég gat ekki séð annað en að þetta hafi verið fullkomnlega löglegt mark og ég veit ekki hvort að þeir hafi haldið að Jason hafi haft áhrif á eitthvað, hann var eitthvað að þvælast þarna en það hafði enginn áhrif á eitt né neitt og bara fullkomnlega löglegt mark og hefðum átt að komast í 1-0 þar en svekkjandi að fá svo mark beint í andlitið en mér fannst menn svara því vel þegar Kiddi jafnar leikinn þá var það svolítið búið að liggja í loftinu og svo fáum við gott skallamark strax í kjölfarið og bara virkilega vel svarað."

Nánar er rætt við Halldór Árnason aðstoðarþjálfara Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner