Huijsen vill vera áfram á Englandi - Ramsdale og Verbruggen á blaði Man Utd - Leeds vill Weigl
Freyja Karín: Sterkt að byrja deildina svona með tveim mörkum
Óskar Smári: Þið hafið trú á okkur
Katie Cousins: Það voru engin vandamál með Val
Nik: Frammistaðan fyrstu 36-37 mínúturnar til fyrirmyndar
Berglind Björg: Allir mjög spenntir að byrja þetta mót
Jóhannes Karl: Mikið að gera við að þjálfa
Hólmar Örn: Ég hélt hann væri að dæma aukaspyrnu fyrir okkur
Óskar Hrafn: Þetta var það minnsta sem við áttum skilið
Andri Rúnar: Fullt hús stiga og fulla ferð áfram
Túfa: Af hverju er dæmt víti fyrir brot sem er fyrir utan teig?
Jón Þór: Hundfúl niðurstaða - Fannst þetta vera 50/50 leikur
Jökull sáttur: Mér er alveg sama hvort að þessir gæjar skori eða ekki
Jói Bjarna: Þetta eru engir hafsentar en þeir gerðu ógeðslega vel
Stígur Diljan: Það eru bjartir tímar framundan
Haddi: Nú sleikjum við sárin fyrsta hálftímann á leiðinni heim
Gummi Magg: Ætlaði bara að breyta leiknum
Rúnar Kristins: Gaui Þórðar sagði það alltaf í gamla daga
Sölvi: Við vorum algjörir killers
Dóri Árna: Stórfurðulega dæmdur leikur en við vorum sjálfum okkur verstir
Láki: Er ekki að ætlast til þess að við vinnum þá alla daga vikunnar
   mán 01. ágúst 2022 22:24
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Við erum bara í góðum rythma
Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks.
Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik fengu Skagamenn í heimsókn í kvöld þegar 15.umferð Bestu deildarinnar hélt áfram göngu sinni.

Breiðablik voru fyrir umferðina á toppnum með 35 stig en Skagamenn sátu á botni deildarinnar með 8 stig.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 ÍA

„Alltaf gott að vinna, frábært að fá þrjú stig og erfiður leikur, Skaginn er auðvitað erfiðir, vörðust vel og breikuðu hratt með fljóta og duglega stráka frammi sem hlupu, börðust og djöfluðust í okkur og refsuðu okkur og komust í 1-0 en við svöruðum því vel með tveimur mörkum á skömmum tíma og kláruðum þetta svo með þriðja markinu." Sagði Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

Breiðablik voru lengi í gang og virtist þetta vera einn af þessum leikjum þar sem ekkert ætlaði að detta fyrir þá en Dóri vildi þó ekki meina að það hafi verið neitt panic að lenda undir.

„Nei maður dettur ekki í panic-ið strax. Ég var vonsvikinn að það hafi verið dæmt af markið sem Ísak skoraði. Ég gat ekki séð annað en að þetta hafi verið fullkomnlega löglegt mark og ég veit ekki hvort að þeir hafi haldið að Jason hafi haft áhrif á eitthvað, hann var eitthvað að þvælast þarna en það hafði enginn áhrif á eitt né neitt og bara fullkomnlega löglegt mark og hefðum átt að komast í 1-0 þar en svekkjandi að fá svo mark beint í andlitið en mér fannst menn svara því vel þegar Kiddi jafnar leikinn þá var það svolítið búið að liggja í loftinu og svo fáum við gott skallamark strax í kjölfarið og bara virkilega vel svarað."

Nánar er rætt við Halldór Árnason aðstoðarþjálfara Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner