Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 01. ágúst 2022 18:47
Ívan Guðjón Baldursson
Inter samdi um starfslok við Sanchez - Á leið til Marseille
Alexis Sanchez skoraði 20 mörk í 109 leikjum hjá Inter, komandi nánast alltaf inn af bekknum.
Alexis Sanchez skoraði 20 mörk í 109 leikjum hjá Inter, komandi nánast alltaf inn af bekknum.
Mynd: EPA

Alexis Sanchez er búinn að semja við Inter um starfslok þar sem ítalska félagið hefur unnið að því í allt sumar að losna við hann af launaskrá.


Sanchez átti eitt ár eftir af samningnum við Inter og samþykkti starfslok vegna aukins áhuga frá Marseille.

Sanchez, sem verður 34 ára í desember, braust fram í sviðsljósið með Udinese í ítalska boltanum og lék síðan fyrir Barcelona, Arsenal og Manchester United áður en hann skipti til Inter.

Hann er goðsögn í heimalandi sínu Síle og leikur enn fyrir nokkuð aldrað landslið sem náði mögnuðum árangri þegar Sanchez og félagar voru upp á sitt besta.

Það hefur verið mikil endurbygging í gangi hjá Marseille undanfarin misseri og er félagið búið að festa kaup á þónokkrum leikmönnum í sumar.


Athugasemdir
banner
banner