Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 01. ágúst 2022 12:07
Hafliði Breiðfjörð
Metáhorf í ensku sjónvarpi á kvennaleik
Mynd: EPA

17,4 milljónir sáu leik úrslitaleik Englands og Þýskalands á Evrópumótinu í Englandi á BBC í gær en aldrei hafa fleiri horft á kvennaleik í bresku  sjónvarpi.


England vann framlengdan úrslitleik 2 - 1 en spilað var á Wembley. Enginn annar viðburður hefur fengið meira áhorf í bresku sjónvarpi það sem af er árinu 2022.

Auk þessara 17,4 milljóna bætast við 5,9 milljónir sem streymdu leiknum í vefþjónustum BBC.

Eins og áður hafði komið fram er þetta fjölmennasti leikur á EM frá upphafi, og það þrátt fyrir að borið sé saman við karlaleiki en 87.192 áhorfendur voru á Wembley.

Sá kvennaleikur sem flestir höfðu horft á í bresku sjónvarpi áður var undanúrslitaleikur HM 2019 þegar Englendingar töpuðu fyrir Bandaríkjunum. Þá voru 11,7 milljónir áhorfenda í sjónvarpi.

30,95 milljónir áhorfenda horfðu á úrslialeik karla á Wembley á síðasta ári þegar karlalið Englands og Ítalíu mættust.


Athugasemdir
banner