Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. september 2021 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Umboðsmaður Van de Beek tjáir sig: Þarft að fá samvinnu
Donny van de Beek.
Donny van de Beek.
Mynd: EPA
Umboðsmaður hollenska miðjumannsins Donny van de Beek segir að Manchester United hafi komið í veg fyrir að leikmaðurinn myndi færa sig um set í sumar.

Van de Beek gekk í raðir Man Utd fyrir síðustu leiktíð frá Ajax í Hollandi.

Hann hefur hins vegar ekki fengið mörg tækifæri með United og var hann áhugasamur um að fara annað áður en félagaskiptaglugginn lokaði í gær.

Guido Albers, umboðsmaður Van de Beek, segir að Man Utd hafi ekki viljað vinna með leikmanninum í þessum málum.

„Það var mikill áhugi frá Englandi, Ítalíu og Þýskalandi. Þú þarft að fá samvinnu frá félaginu, það leit út fyrir að við myndum fá hana en á endanum gerðist það ekki," sagði Albers við VI í Hollandi.

Albers segir þetta svekkjandi en hann vonast til þess að skjólstæðingur sinn fái mínútur á fótboltavellinum í vetur.
Athugasemdir
banner
banner