Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 01. september 2022 18:10
Ívan Guðjón Baldursson
Bologna kaupir Zirkzee af Bayern (Staðfest) - Endurkaupsréttur
Stefan Posch kominn frá Hoffenheim
Zirkzee gæti reynst drjúgur fyrir Bologna í Serie A.
Zirkzee gæti reynst drjúgur fyrir Bologna í Serie A.
Mynd: Getty Images

Bologna er búið að festa kaup á Joshua Zirkzee frá FC Bayern fyrir tæplega 10 milljónir evra en Þýskalandsmeistararnir eru með endursöluákvæði og endurkaupsrétt á leikmanninum.


Fulham og Stuttgart voru einnig meðal áhugasamra félaga. Zirkzee er 21 árs gamall og hefur spilað í sextán leikjum með Bayern auk þess að vera lykilmaður í yngri landsliðum Hollands, þar sem hann á 21 mark í 34 leikjum.

Zirkzee gæti reynst afar mikilvægur leikmaður fyrir Bologna sem er ekki þekkt fyrir frábæran sóknarleik. Marko Arnautovic dregur vagninn og ef hann nær að mynda gott samstarf með Zirkzee gæti félagið reynt að blanda sér í einhverja Evrópubaráttu.

Þá er félagið einnig búið að staðfesta félagsskipti króatíska miðjumannsins Nikola Moro á láni frá Dynamo Moskvu, kólumbíska varnarmannsins Jhon Lucumí frá Genk og þýska varnarmannsins Stefan Posch frá Hoffenheim.

Fyrr í sumar tryggði félagið sér Michael Aebischer, Lewis Ferguson, Andrea Cambiaso og Joaquin Sosa.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner