Guardian greinir frá því að Mykhaylo Mudryk verði áfram hjá Shaktar Donetsk, allavega til janúar.
Brentford og Arsenal sýndu þessum úkraínska landsliðsvængmanni áhuga en nú er búið að útiloka að hann færi sig um set í dag.
Brentford og Arsenal sýndu þessum úkraínska landsliðsvængmanni áhuga en nú er búið að útiloka að hann færi sig um set í dag.
Mudryk er 21 árs sóknarmaður sem getur spilað allar sóknarstöðurnar. Hann hefur lengi verið undir smásjá Brentford og mörg önnur félög sýnt honum áhuga.
Mudryk er ákaflega leikinn með boltann og virtist vera á leið til Bayer Leverkusen fyrr í sumar en það gekk ekki.
Athugasemdir