Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
Hákon Dagur: Ég vill bara hvetja alla ÍR-inga að taka sér frí í vinnu
Arnór Gauti: Ætli ég sofi ekki í ísbaði í kvöld
Gunnar Heiðar: Við erum ekki bara körfuboltalið
Halli Hróðmars: Kannski að einhverju leyti saga sumarsins hjá okkur
Guðrún Jóna: Skrýtið tímabil í sumar
Hemmi Hreiðars: Við unnum deildina
Gunnar Magnús: Gladdist sem faðir en erfitt sem þjálfari
Árni Guðna: Reiknum með að eiga stúkuna eins og í dag
Donni: Ánægður með tímabilið í heild sinni að mörgu leyti
Brynjar Kristmunds: Vissum frá 10. mínútu hvernig staðan var í öðrum leikjum
Maggi: Búnir að borða 22 forrétti, nú er aðalrétturinn framundan
Jóhannes Karl: Ég verð áfram með liðið
Gary Martin: Ætlaði mér að sitja út samninginn og sparka ekki í bolta í sumar
Siggi Höskulds: Lærum mikið af þessu tímabili
Óli Kristjáns vildi rautt: Sjáum þetta með sitthvorum augum
Nik: Þær unnu leikinn
   sun 01. september 2024 20:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristófer vill fleiri mínútur: Meðbyr með liðinu og við ætlum okkur titilinn
Kristófer Ingi reynst Blkum drjúgur í síðustu leikjum.
Kristófer Ingi reynst Blkum drjúgur í síðustu leikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tvær mikilvægar vörslur.
Tvær mikilvægar vörslur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara rosa léttir, rosa mikilvæg þrjú stig. Þetta var erfiður leikur, hefði getað farið í hina áttina en féll sem betur fer með okkur í dag. Við tökum sigurinn," segir Kristófer Ingi Kristinsson sem skoraði sigurmarkið á Greifavellinum í dag.

Lestu um leikinn: KA 2 -  3 Breiðablik

„Það er rosa góð liðsheild í liðinu finnst mér, menn tilbúnir að gera hvað sem er fyrir hvorn annan. Þó svo að við erum kannski ekki að spila okkar bestu leiki, þá erum við tilbúnir að berjast í 90 mínútur. Hvort sem menn eru á bekknum eða byrja inn á, þá eru menn tilbúnir að koma inn á og klára leikina fyrir okkur. Við gerum þetta allir saman. Það telur alveg jafnmikið að verja þessi tvö færi (vörslur Antons Ara) sem KA menn fá og öll mörkin sem við höfum skorað í sumar. Þetta er bara frábært lið og við gerum þetta allir saman."

Kristófer var spurður út í sigurmarkið í dag.

„Ég sá boltann rúlla fyrir mig eftir einvígi inn á teignum. Ég fékk aðeins meiri tíma en ég bjóst við, þannig ég ákvað að snúa, láta boltann rúlla aðeins og setti hann svo í fjær. Boltinn datt sem betur fer fyrir framan mig, ég reyndi að gera það besta sem ég gat úr þessari stöðu. Ég reyndi að setja hann eins mikið út í hornið og ég gat, og sem betur fer fór hann inn."

„Þetta er bara geggjað, núna tveir leikir í röð þar sem við náum að koma til baka í lokin (skora sigurmark í dag), hugarfar hjá liðinu að gefast ekki upp og halda haus Maður finnur meðbyr með liðinu og við ætlum að vinna þennan titil."

„Auðvitað vil ég fleiri mínútur, en það er bara undir mér komið að sýna á æfingum og í leikjum að ég eigi að spila meira. Ég reyni að gera mitt besta, er búinn að skora tvö mörk í tveimur leikjum. Vonandi skilar það sér í fleiri mínútum líka,"
sagði Kristófer sem ræddi í viðtalinu um tímabilið sitt sem hófst á tilboði erlendis frá. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner