Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 01. október 2020 20:39
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: KÍ og FCK úr leik - Wolfsburg tapaði í Aþenu
Rangers og Celtic áfram
Stuðningsmenn Dundalk eru ávalt hressir.
Stuðningsmenn Dundalk eru ávalt hressir.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Getty Images
KÍ frá Klaksvík er úr leik í Evrópudeildinni eftir tap gegn Dundalk á Írlandi. KÍ hefði orðið fyrsta félagið frá Færeyjum til að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en heimamenn í Dundalk unnu 2-1.

Dundalk stjórnaði fyrri hálfleiknum og leiddi í leikhlé. Heimamenn tvöfölduðu forystuna í upphafi síðari hálfleiks en þá tóku frændur okkar við sér og minnkuðu muninn á 66. mínútu.

Heimamenn bættu þriðja markinu við á 79. mínútu og gerðu þar með út um draum heillar þjóðar.

Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar er Kaupmannahöfn tapaði óvænt fyrir Rijeka frá Króatíu. Heimamenn í Kaupmannahöfn voru betri og gerðu gestirnir eina mark leiksins á 20. mínútu, eftir hrikalega óheppilegt sjálfsmark Peter Ankersen.

Celtic og Rangers eru þá komin áfram eftir góða sigra á meðan Wolfsburg datt út gegn AEK í Aþenu. Þar gerði Karim Ansarifard sigurmark AEK á 94. mínútu.

Celtic lagði Sarajevo að velli í Bosníu á meðan Rangers hafði betur gegn tyrknesku risunum í Galatasaray.

Dundalk 3 - 1 KÍ
1-0 Sean Murray ('33 )
2-0 Dan Cleary ('48 )
2-1 Ole Erik Midtskogen ('66 )
3-1 Daniel Kelly ('79 )

FC Kaupmannahöfn 0 - 1 Rijeka
0-1 Peter Ankersen ('20 , sjálfsmark)

AEK 1 - 1 Wolfsburg
0-1 Admir Mehmedi ('45 )
1-1 Andre Simoes ('65 )
2-1 Karim Ansarifard ('94)

Rangers 2 - 1 Galatasaray
1-0 Scott Arfield ('52 )
2-0 James Tavernier ('59 )
2-1 Marcao ('87)

Sarajevo 0 - 1 Celtic
0-1 Odsonne Edouard ('70 )

Hapoel Beer Sheva 1 - 0 Plzen
1-0 Josue ('4 , víti)

Dinamo Brest 0 - 2 Ludogorets
0-1 Elvis Manu ('73 )
0-2 Higinio Marin ('79 )

Legia Varsjá 0 - 3 Qarabag
0-1 Patrick Andrade ('50 )
0-2 Abdellah Zoubir ('62 )
0-3 Filip Ozobic ('70 )

Standard Liege 3 - 1 Fehervar
0-1 Nemanja Nikolics ('10 )
1-1 Nicolas Gavory ('51 )
2-1 Selim Amallah ('77 , víti)
3-1 Selim Amallah ('85 , víti)

Young Boys 3 - 0 KF Tirana
1-0 Christian Fassnacht ('42 )
2-0 Jean-Pierre Nsame ('52 )
3-0 Jean-Pierre Nsame ('64 )
Rautt spjald: Agustin Torassa, KF Tirana ('67)

Basel 1 - 3 CSKA Sofia
1-0 Arthur ('54 , víti)
1-1 Tiago Rodrigues ('72 )
1-2 Tiago Rodrigues ('88 )
1-3 Ahmed Ahmedov ('96)
Athugasemdir
banner
banner