Stjarnan er búin að tryggja sér Evrópusæti eftir sannfærandi sigur gegn Keflavík í lokaumferð Bestu deildar kvenna.
Stjörnukonur unnu 4-0 þar sem hin þaulreynda Katrín Ásbjörnsdóttir gerði sér lítið fyrir og setti þrennu. Jasmín Erla Ingadóttir gerði svo fjórða markið og endar Stjarnan í öðru sæti deildarinnar, með 37 stig úr 18 umferðum.
Breiðablik endar í þriðja sæti með 33 stig eftir tap á heimavelli gegn Þrótti R. Blikar töpuðu því síðustu tveimur leikjum tímabilsins og misstu þannig Evrópusætið í Garðabæinn.
Valur var búinn að tryggja sér titilinn fyrir lokaumferðina og gerði 1-1 jafntefli við Selfoss áður en titillinn var afhentur.
Botnlið KR vann þá þriðja leik sumarsins er Þór/KA kíkti í heimsókn og ÍBV setti þrjú gegn Aftureldingu.
Stjarnan 4 - 0 Keflavík
1-0 Katrín Ásbjörnsdóttir ('21)
2-0 Katrín Ásbjörnsdóttir ('40)
3-0 Katrín Ásbjörnsdóttir ('54)
4-0 Jasmín Erla Ingadóttir ('75)
Breiðablik 2 - 3 Þróttur R.
0-1 Murphy Alexandra Agnew ('2 )
0-2 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('30 )
0-3 Danielle Julia Marcano ('35 )
1-3 Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('47 )
2-3 Karitas Tómasdóttir ('57 )
Valur 1 - 1 Selfoss
0-1 Unnur Dóra Bergsdóttir ('55 )
1-1 Lára Kristín Pedersen ('63 )
KR 3 - 2 Þór/KA
1-0 Rasamee Phonsongkham ('42 , Mark úr víti)
2-0 Ólína Ágústa Valdimarsdóttir ('45 )
2-1 Hulda Ósk Jónsdóttir ('48 )
2-2 Hulda Ósk Jónsdóttir ('55 )
3-2 Rasamee Phonsongkham ('76 , Mark úr víti)
ÍBV 3 - 0 Afturelding

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |