
FH og Víkingur eru að gera 2-2 jafntefli í úrslitaleik Mjólkurbikarsins en síðustu mínútur leiksins voru hreint út sagt ótrúlegar.
Staðan var 1-1 er Víkingar fengu góða sókn. Nikolaj Hansen skoraði þá af stuttu færi og virtist hafa tryggt Víkingum bikarinn.
Slæm mistök Ingvars Jónssonar skemmdu þó það augnablik en Ástbjörn Þórðarson vann boltann af miklu harðfylgi og kom hann boltanum í átt að marki.
Ingvar misreiknaði boltann og varði hann inn í markið. Staðan því 2-2 og leikurinn fór í framlengingu. Hansen kom Víkingum svo yfir strax í byrjun framlengingarinnar.
Nikolaj Hansen kemur Víkingum yfir á 89. mínútu. Dramatík í Dalnum. pic.twitter.com/yome8LIjW9
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 1, 2022
Ja hérna! Endurtekið efni. FH ingar aftur fljótir að svara með jöfnunarmarki. Sjálfsmark. Það stefnir í framlengingu. pic.twitter.com/BxBSBvsZ9V
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 1, 2022
Athugasemdir