De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
banner
   sun 01. október 2023 00:22
Brynjar Ingi Erluson
Segja að Ísland neiti að spila gegn rússnesku liði
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótboltasamband Evrópu, UEFA, sendi frá sér tilkynningu fyrir helgi þar sem greint var frá því að U17 ára lið frá Rússlandi fái að taka þátt í keppnum á vegum sambandsins, en knattspyrnusamband Ísland hefur ákveðið að fylgja fordæmi annarra sambanda með því að neita að spila gegn rússnesku liði, en þetta segir austur-evrópski miðillinn Visegrád 24.

Í febrúar á síðasta ári skipaði Vladimír Pútin, forseti Rússlands, her sínum að ráðast inn í Úkraínu til að afhervæða af-nasistavæða landið.

Innrás Pútin var fordæmd af UEFA og alþjóðafótboltasambandinu, FIFA, og rússneskum félags- og landsliðum meinað að spila í keppnum á vegum sambandanna.

UEFA sendi frá sér tilkynningu á dögunum þar sem það greindi frá ákvörðun um að leyfa U17 ára liðum að taka þátt í keppnum á vegum sambandsins. Bar sambandið fyrir sig að ákvarðanir stjórnvalda ættu ekki að bitna á börnum.

Fjölmörg sambönd innan UEFA hafa neitað að senda lið til leiks gegn U17 ára liðum Rússlands og greinir Visegrád 24 nú frá því að KSÍ hafi ákveðið að gera slíkt hið sama og mun því ekki senda sín lið ef það dregst með Rússum í riðlakeppni.

Ísland fer í hóp með Úkraínu, Póllandi, Englandi, Portúgal, Rúmeníu, Lettlandi, Finnlandi, Noregi, Danmörku og Svíþjóð, sem hafa öll ákveðið mótmæla ákvörðun UEFA.

   27.09.2023 12:30
Úkraína mun ekki taka þátt í keppnum þar sem Rússland er með

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner