Inzaghi og Southgate orðaðir við Man Utd - Arsenal og Real vilja ungan Brassa - Barcelona og PSG vilja Greenwood
   þri 01. október 2024 09:00
Hafliði Breiðfjörð
Emil orðinn fagnstjóri hjá Stjörnunni (Myndir)
Fagnstjórinn Emil Atlason var heldur betur glaður í leikslok enda Stjarnan búið að vinna 3 - 0 sigur á ÍA.
Fagnstjórinn Emil Atlason var heldur betur glaður í leikslok enda Stjarnan búið að vinna 3 - 0 sigur á ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þegar Stjarnan vann 3 - 0 sigur á ÍA í Bestu-deild karla í gær og sannaði þar með að liðið ætlaði sér að berjast við Val um þriðja Evrópusætið í deildinni mátti sjá Emil Atlason bregða sér í nýtt hlutverk, fagnstjóri!

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  0 ÍA

Það muna kannski ekki allir eftir því þegar Stjarnan varð heimsins frægasta fótboltalið fyrir fögnin sín og leikmenn túruðu heiminn til að mæta í sjónvarpsþætti þar sem fjallað var um þau.

Emil var þó ekki að stýra fyndnum og skemmtilegum fögnum eins og gert var í gamla daga en sendi liðsfélagana í að fara að sýnu fordæmi og fagna fyrir framan stuðningsmenn Stjörnunnar, Silfurskeiðina.

Emil skoraði fyrsta markið og eftir að hafa fagnað með liðinu hljóp hann upp að stúkunni og fagnaði fyrir framan fólkið sitt. Þegar Hilmar Árni Halldórsson taldi sig hafa skorað annað markið (sem var svo skráð sem sjálfsmark) sendi Emil hann svo í það verkefni að fagna fyrir framan stúkuna.

Það sama gerði hann svo við Jón Hrafn Barkarson sem skoraði þriðja markið en allt þetta má sjá á meðfylgjandi myndum.
Athugasemdir
banner
banner