Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 01. desember 2019 13:06
Brynjar Ingi Erluson
Quique Sanchez Flores rekinn frá Watford (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Watford sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem það staðfesti brottrekstur Quique Sanchez Flores.

Sanchez Flores tók við Watford í byrjun september en Javi Gracia var þá látinn fara eftir slaka byrjun á tímabilinu.

Gengi Watford hefur ekkert batnað undir stjórn Sanchez Flores og var það því ákvörðun stjórnarinnar að láta hann fara. Annað sinn á þjálfaraferlinum sem enska félagið lætur hann fara en hann stýrði liðinu einnig tímabilið 2015-2016.

Ótrúlegt fall Watford en liðið komst í úrslitaleik enska bikarsins á síðasta tímabili og endaði þá í 11. sæti deildarinnar.

Chris Hughton er orðaður við stöðuna en liðið er í neðsta sæti deildarinnar með 8 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner