Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
   fim 01. desember 2022 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leikmenn Ástralíu eru „hetjur fyrir lífstíð"
Graham Arnold.
Graham Arnold.
Mynd: Getty Images

Graham Arnold landsliðsþjálfari Ástralíu er í skýjunum eftir að Ástralía tryggði sér sæti í 16 liða úrslitum á HM í gær.


„Kannski erum við að tala um nýja gullkynslóð, Við höfum heyrt um gullkynslóðina árið 2006 sem náði fjórum stigum en nú erum við með sex stig," sagði Arnold.

Arnold var í kringum Manchester United liðið á sínum tíma þegar hann var að næla sér í æðstu þjálfaragráðuna. Þar kynntist hann Rene Meulensteen sem var þá í þjálfarateymi Sir Alex Ferguson. Meulensteen er aðstoðarþjálfari Arnold í dag.

„Þessir gæjar eru hetjur fyrir lífstíð," sagði Meulensteen.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner