Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 01. desember 2023 19:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Steini: Alveg sama hver skorar ef við skorum mörk
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Leikur Wales og Íslands í Þjóðadeild kvenna fer að hefjast en Ísland þarf að ná í góð úrslit til að halda sæti sínu í A deild Þjóðadeildarinnar.


Lestu um leikinn: Wales 1 -  2 Ísland

Byrjunarliðið er óbreytt frá 2-0 tapi gegn Þýskalandi í síðasta leik mótsins. Þorsteinn Halldórsson ræddi pælinguna á bakvið byrjunarliðið í viðtali á Rúv fyrir leikinn.

„Það er hægt að lesa í það þannig að ég var ánægður með margt í síðasta leik," sagði Steini.

„Við leggjum upp með ekkert ósvipaða pressu og var á móti Þjóðverjum. Svo leiðir leikurinn það í ljós hvað það þýðir, hversu hátt við verðum á vellinum og hversu vel okkur tekst að halda í boltann þegar við vinnum hann og hversu sókndjörf við verðum. Það kemur í ljós hvernig leikurinn spilast. Við ætlum að koma hingað að pressa og láta þær hafa fyrir hlutunum og stefnum á að vinna þennan leik."

Liðinu hefur gengið illa að nýta færin í Þjóðadeildinni til þessa en þjálfarinn er bjartsýnn fyrir leikinn í kvöld.

„Við þurfum að nýta eitthvað af þessum færum sem við fáum, leikmenn þurfa að taka þau og nýta þau. Auðvitað vonast maður til að einhver af þessum leikmönnum sem eru inn á skori, ég hef fulla trú á því að það gerist, mér er alveg sama hver skorar ef við skorum mörk," sagði Steini.


Athugasemdir
banner
banner
banner