Jorginho, Graham Potter, Zinedine Zidane, Xabi Alonso, Ramsdale og fleiri koma við sögu
banner
   fös 01. desember 2023 19:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ziyech um Chelsea: Á ákveðnum tímapunkti missir maður þolinmæðina
Mynd: EPA

Hakim Ziyech skoraði tvö mörk í 3-3 jafntefli Galatasaray gegn Manchester United í vikunni.


Ziyech er á láni hjá Galatasaray frá Chelsea en hann ákvað að yfirgefa enska félagið eftir að margir leikmenn gengu til liðs við það undanfarið ár.

„Ég get talað um það lengi. Niðurstaðan er sú að þetta fór ekki eins og maður vonaði. Það var mikið um þjálfarabreytingar, nöldur í stjórn klúbbsins og brottför til PSG sem varð ekkert úr," sagði Ziyech.

„Við vorum með þrjú lið þarna með topp leikmönnum. Á ákveðnum tímapunkti missir maður þolinmæðina. Hægt að velja úr 40 leikmönnum fyrir eitt lið, það er allt of mikið og biður bara um vandamál."


Athugasemdir
banner
banner
banner