Tyrell Malacia, bakvörður Man Utd, snéri aftur á völlinn í vikunni eftir 550 daga fjarveru en hann missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla.
Malacia þurfti að fara í aðgerð síðasta sumar sem varð til þess að hann missti af tímabilinu.
Man Utd stóð uppi sem sigurvegari í enska bikarnum eftir sigur á Man City á síðasta tímabili en Casemiro sagði frá því að hann hafi gefið bakverðinum medalíuna sína.
„Hann hafði ekki spilað einn einasta leik það tímabil og hann vildi ekki fara upp stigann. Það var engin medalía fyrir hann svo ég gaf honum mína," sagði Casemiro.
„Við þurfum á honum að halda, hann er hluti af liðinu. Við elskum hann og hann þarf ást."
Athugasemdir