Franski blaðamaðurinn Loic Tanzi segir góðar líkur á því að Mohamed Salah fari til Paris Saint-Germain í sumar er samningur hans við Liverpool rennur út. Þetta skrifar hann í L'Equipe í dag.
Salah, sem verður 33 ára á næsta ári, hefur ekki fengið formlegt samningstilboð frá Liverpool.
Um áramótin fær Salah fullt leyfi til þess að ræða við önnur félög og er Paris Saint-Germain vera í bílstjórasætinu af þeim liðum sem eru áhugasöm.
Samband Ramy Abbas, umboðsmanns Salah, og Nasser Al Khelaifi, forseta PSG, er mjög gott. Aðilarnir hafa verið í sambandi síðustu mánuði og er talið að næsta sumar sé besta tækifæri PSG til að fá Salah til félagsins.
L'Equipe hafði samband við PSG sem neitaði fregnunum um viðræður við Salah.
PSG er í leit að styrkingu fyrir næstu leiktíð og er hægri vængurinn algert forgangsatriði en PSG mun fá samkeppni um Salah frá Al Ittihad, Inter Miami, Barcelona og fleiri félögum.
Athugasemdir