Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
   sun 01. desember 2024 13:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Postecoglou sendi Solanke heim
Mynd: EPA

Dominic Solanke er ekki með Tottenham sem mætir Fulham í dag vegna veikinda.


Hann hefur verið fastamaður í liðinu og skorað fjögur mörk og lagt upp tvö í tíu leikjum í úrvalsdeildinni.

Hann mætti til leiks í dag en Ange Postecoglou sendi hann heim þar sem hann var slappur.

Þá eru Guglielmo Vicario, Micky van de Ven, Richarlison, Wilson Odobert, Mikey Moore og Cristian Romero einnig fjarverandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner