Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 02. janúar 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir Henderson þann vanmetnasta í sögunni
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool.
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool.
Mynd: Getty Images
Fyrir nokkrum var Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, helsta skotmark stuðningsmanna Liverpool þegar illa gekk. Hann fékk að heyra það á samfélagsmiðlum.

Í dag virðist hann ekki vera það. Hann hefur stigið upp og er orðinn virkilega traustur á miðsvæðinu. Hann hefur vaxið mikið sem fyrirliði liðsins.

Gary Lineker, þáttastjórnandi Match of the Day og fyrrum landsliðsmaður Englands, kann vel við Henderson sem leikmann.

„Hugsa að Jordan Henderson sé mögulega vantmetnasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Kannsk hef ég breytt því núna," skrifaði Lineker við góðar undirtektir stuðningsmanna Liverpool.

Henderson átti í kvöld góðan leik þegar Liverpool vann Sheffield United og styrkti stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Þrátt fyrir magnað gengi Liverpool að undanförnu hefur hann haldið sér á jörðinni þegar hann fer í viðtöl. Í kvöld sagði hann: „Mér finnst við enn geta bætt okkur. Þeir fengu gott færi á síðustu 10-15 mínútunum. Við höfum ekki efni á að gefa liðum svona tækifæri."


Athugasemdir
banner
banner