Brentford er með tveggja marka forystu gegn Liverpool í hálfleik en fyrra markið var sjálfsmark hjá Ibrahima Konate eftir hornspyrnu og Yoane Wissa fékk að leika lausum hala í teignum og skallaði boltann í netið og skoraði síðara markið.
Jamie Carragher fyrrum varnarmaður Liverpool og nú sérfræðingur á Sky Sports er eðlilega ekki sáttur með varnarleik Liverpool í síðara markinu.
„Varnarleikur liðsins er í ruglinu," sagði Carragher.
Jurgen Klopp gerði þrefalda skiptingu í hálfleik. Tók Harvey Elliott, Kostas Tsimikas og Virgil van Dijk útaf. Naby Keita, Andy Robertson og Joel Matip komu inn á í þeirra stað.
Athugasemdir