Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 02. febrúar 2020 12:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Dele Alli: Mér líður vel núna
Dele Alli.
Dele Alli.
Mynd: Getty Images
Dele Alli átti erfitt uppdráttar í upphafi tímabils en eftir að Jose Mourinho tók við liðinu í nóvember hefur hann náð sér betur á strik.

Alli sem er búinn að skora sex mörk og leggja upp tvö eftir að Mourinho tók við ræddi við Sky Sports í aðdraganda leiks Tottenham og Manchester City í dag.

„Ég hef lagt hart að mér, ég er að reyna koma mér í enn betra form, betra enn nokkru sinni fyrr. Mér líður vel núna," sagði Alli.

„Ég hef verið að ná mér aftur á strik, ég er alltaf að reyna bæta mig og ef ég á slæman leik á ég mjög erfitt með mig. Ég er ekki sá leikmaður sem reynir að fela það þegar ekki gengur vel."

„Ég geri mér grein fyrir því þegar hlutirnir eru ekki að ganga upp. Ég set miklar kröfur á sjálfan mig, ég á ekki von á því að nokkur maður geri sömu kröfur til mín og ég geri," sagði Alli.

Eins og fyrr segir er stórleikur á dagskránni hjá Dele Alli og félögum hans í Tottenham í dag, þeir taka á móti Manchester City. Flautað verður til leiks klukkan 16:30.
Athugasemdir
banner
banner