Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   lau 02. mars 2024 17:17
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Fram glutraði niður tveggja marka forystu
Oliver Heiðarsson skoraði fyrra mark Eyjamanna
Oliver Heiðarsson skoraði fyrra mark Eyjamanna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ó. gerði 2-2 jafntefli við Elliða
Víkingur Ó. gerði 2-2 jafntefli við Elliða
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram og ÍBV gerðu 2-2 jafntefli á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í dag en liðin áttust þar við í A-deild Lengjubikarsins.

Jannik Pohl og Guðmundur Magnússon komu Fram í tveggja marka forystu á fyrsta hálftímanum áður en Oliver Heiðarsson tókst að koma Eyjamönnum inn í leikinn með marki undir lok fyrri hálfleiks.

Vicente Martínez sá til þess að ÍBV færi ekki tómhent heim með jöfnunarmarki fjórum mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma og þar við sat. Framarar eru með aðeins 4 stig eftir fjóra leiki á meðan Eyjamenn voru að sækja sitt fyrsta stig í bikarnum. Liðin leika í riðli 2.

Uppskrifin var sú sama í B-deildinni. Víkingur Ó. og KF glutruðu bæði niður tveggja marka forystu í 2-2 jafnteflum. Víkingur er með 5 stig en Elliði aðeins 1 stig í riðli 2 á meðan KF er í öðru sæti í riðli 4 með 5 stig, en Kormákur/Hvöt aðeins 2 stig.

Kría er þá með fullt hús stiga í riðli 4 í C-deildinni eftir að liðið vann 6-1 stórsigur á Samherjum.

A-deild:

Fram 2 - 2 ÍBV
1-0 Jannik Holmsgaard ('14 )
2-0 Guðmundur Magnússon ('29 )
2-1 Oliver Heiðarsson ('45 )
2-2 Vicente Rafael Valor Martínez ('86 )

B-deild:

Víkingur Ó. 2 - 2 Elliði
1-0 Luke Williams ('15 )
2-0 Eyþór Örn Eyþórsson ('18 )
2-1 Eyjólfur Andri Sverrisson ('22 )
2-2 Hlynur Magnússon ('80 )

Kormákur/Hvöt 2 - 2 KF
1-0 Kristinn Bjarni Andrason ('2 , Mark úr víti)
2-0 Kristinn Bjarni Andrason ('12 )
2-1 Snorri Þór Stefánsson ('16 , Sjálfsmark)
2-2 Agnar Óli Grétarsson ('30 )

C-deild:

Kría 6 - 1 Samherjar
1-0 Halldór Kristján Baldursson ('13 )
2-0 Tómas Helgi Snorrason ('22 )
2-1 Agnar Tumi Arnarsson ('25 )
3-1 Tómas Helgi Snorrason ('39 , Mark úr víti)
4-1 Skarphéðinn Traustason ('76 )
5-1 Ástráður Leó Birgisson ('83 )
6-1 Óðinn Freyr Óðinsson ('90 )
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 2
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 5 4 0 1 19 - 7 +12 12
2.    ÍR 5 3 0 2 12 - 14 -2 9
3.    Þróttur R. 5 2 1 2 7 - 9 -2 7
4.    Fylkir 5 2 0 3 9 - 8 +1 6
5.    Fram 5 1 2 2 8 - 9 -1 5
6.    ÍBV 5 1 1 3 9 - 17 -8 4
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner