Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 02. apríl 2020 07:35
Elvar Geir Magnússon
Meunier orðaður við Man Utd - Juventus vill Willian
Powerade
Braithwaite til West Ham?
Braithwaite til West Ham?
Mynd: Getty Images
Willian í ítalska boltann?
Willian í ítalska boltann?
Mynd: Getty Images
Braithwaite, Sancho, Meunier, James og Willian eru meðal manna sem koma við sögu í slúðurpakkanum í dag.

West Ham undirbýr 15 milljóna punda tilboð í danska framherjann Martin Braithwaite (28) sem hefur aðeins spilað þrjá leiki með Barcelona síðan hann kom á Nývang þegar Börsungar fengu undanþágu til að kaupa sóknarmann í vetur. (Mail)

Enski framherjinn Marcus Rashford viðurkennir að hann voni það innilega að verða samherji Jadon Sancho (20) á næsta tímabili. Sancho spilar með Borussia Dortmund en hefur verið sterklega orðaður við United. (Sun)

Manchester United fylgist með stöðu Thomas Meunier (28) hjá Paris St-Germain. Óvissa ríkir með framtíð belgíska hægri bakvarðarins en samningur hans er að renna út. (90min.com)

Efst á blaði hjá Paul Pogba (27), miðjumanni Manchester United, er að fara til Real Madrid þegar glugginn opnar. Hann vill spila fyrir Zinedine Zidane. (90min.com)

Carlo Ancelotti, stjóri Everton, skoðar möguleika á því að fá kólumbíska sóknarleikmanninn James Rodriguez (28) frá Real Madrid en þeir tveir þekkjast vel. (Mirror)

Willian (31), leikmaður Chelsea, telur að Liverpool sé með svona mikið forskot í ensku úrvalsdeildinni því liðið hefur verið með sama stjóra síðan 2015. (ESPN)

Willian og Maurizio Sarri gætu endurnýjað kynni sín en Brasilíumaðurinn er orðaður við Juventus þegar samningur hans við Chelsea rennur út í sumar. (Tuttosport)

Leeds United mun kaupa franska markvörðinn Illan Meslier (20) frá Lorient í Ligue 1 ef liðið kemst upp í ensku úrvalsdeildina. Meslier er hjá Leeds á lánssamningi. (MIrror)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner