Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 02. apríl 2020 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sýnir stundum leikmönnum Leicester myndbönd af Raul
Raul var hjá Schalke áður en ferlinum lauk.
Raul var hjá Schalke áður en ferlinum lauk.
Mynd: Getty Images
Christian Fuchs, bakvörður Leicester City, segist hafa fengið stjörnur í augun í fótbolta í fyrsta og eina skiptið þegar hann spilaði með Spánverjanum Raul hjá Schalke í Þýskalandi.

Raul er goðsögn hjá Real Madrid þar sem hann var sem leikmaður í tæp 20 ár og er í dag þjálfari varaliðsins.

Hann yfirgaf spænsku höfuðborgina árið 2012 og fór til Schalke. Þar var hann í tvö ár, en hann lék svo með Al Sadd í Katar og New York Cosmos í Bandaríkjunum áður leikmannaferillinn kláraðist 2015.

Fuchs spilaði með Raul hjá Schalke og hafði mjög gaman að því.

Hann segir í viðtali við Goal: „Ég sýni leikmönnum Leicester stundum myndbönd af því þegar ég spilaði með Raul hjá Schalke. Hann var ótrúlegur. Hann var ekki bara góður í fótbolta, hann var líka mikill herramaður og ein besta manneskja sem ég hef spilað með."

„Það var draumur að fá að spila með honum því hann var ein stærsta stjarnan í fótboltanum þegar ég var að alast upp. Allt í einu færðu tækifæri til að spila með honum, að gefa boltann á hann svo að hann geti skorað."


Athugasemdir
banner
banner
banner