Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 02. apríl 2021 20:41
Brynjar Ingi Erluson
Bayern vill fá leikmann Rubin Kazan
Khvicha Kvaratskhelia
Khvicha Kvaratskhelia
Mynd: Getty Images
Þýska félagið Bayern München hefur áhuga á því að fá Khvicha Kvaratskhelia, leikmann Rubin Kazan í Rússlandi, en það er spænski miðillinn Estadio Deportivo sem greinir frá þessu.

Kvaratskhelia er 20 ára gamall og kemur frá Georgíu en hann er að spila sitt annað tímabil fyrir Rubin.

Þessi öflugi vængmaður hefur spilað afar vel í rússnesku deildinni og einnig heillað í landsleikjum með Georgíu en samkvæmt Estadio Deportiva þá er mikill áhugi á leikmanninum.

Þýska félagið Bayern München hefur mikinn áhuga á því að fá hann í sumar.

Umboðsmaður hans er sannfærður um að hann endi hjá Bayern eða Real Madrid.

Það er ekkert nýtt að leikmenn Georgíu endi í Þýskalandi en Freiburg fékk þrjá leikmenn frá Georgíu á tíunda áratugnum er félagið keypti þá Alexander Iashvili, Levan Kobiashvili og Levan Tsikitishvili. Þeir slógu í gegn hjá Freiburg og hjálpuðu liðinu að komast upp í deild þeirra bestu.
Athugasemdir
banner
banner
banner