Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fös 02. apríl 2021 07:30
Victor Pálsson
Bonucci greindist með kórónuveiruna
Leonardo Bonucci, leikmaður Juventus, hefur greinst með kórónuveiruna en þetta staðfesti félagið í gær.

Þessi 33 ára gamli leikmaður er nýkominn heim úr landsleikjaverkefni með Ítalíu en hann sat á bekknum í sigri gegn Litháen.

Bonucci fór í próf í gær og þar kom í ljós að hann væri smitaður og er því einn heima hjá sér í einangrun.

Juventus hefur leik í Serie A á laugardaginn er liðið mætir Torino í borgarslag h elgarinnar.

Þetta er skellur fyrir Juventus en Bonucci hefur spilað alla nema sex leiki liðsins á tímabilinu.
Athugasemdir