Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 02. apríl 2021 15:00
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola: Eigum ekki efni á sóknarmanni
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola segir að Manchester City eigi ekki efni á að kaupa Erling Braut Haaland í sumar en Norðmaðurinn ungi er talinn kosta 150 milljónir evra.

Haaland er gríðarlega eftirsóttur og mun Man City vanta sóknarmann þegar markavélin Sergio Agüero yfirgefur félagið í sumar.

„Ég veit ekki hvað mun gerast í sumar en ef verðin lækka ekki þá getum við ekki keypt neinn sóknarmann. Það er ómögulegt, við eigum ekki efni á þessu. Það eru erfiðir tímar fjárhagslega fyrir öll félög, líka fyrir okkur," sagði Guardiola.

„Eins og staðan er í dag virðist líklegra að enginn sóknarmaður verði keyptur í sumar."

Man City hefur einnig verið orðað við Harry Kane sem gæti þó kostað meira heldur en Haaland.
Athugasemdir
banner
banner
banner