West Ham 1 - 1 Tottenham
0-1 Brennan Johnson ('5 )
1-1 Kurt Zouma ('19 )
Jarrod Bowen fékk tækifæri til að koma West Ham yfir snemma leiks þegar hann komst í gott færi en Mickey Van de Ven var mættur og komst fyrir skotið.
Strax í kjölfarið komst Tottenham í sókn og Brennan Johnson skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Timo Werner og kom Tottenham yfir.
Kurt Zouma jafnaði metin þegar boltinn fór af bakinu á honum og í netið eftir hornspyrnu frá Bowen.
Undir lok fyrri hálfleiks átti Rodrigo Bentancur skot rétt framhjá markinu í þann mund sem flautað var til loka hálfleiksins.
Eftir klukkutíma leik fékk Michail Antonio gullið tækifæri til að koma West Ham yfir. Hann slapp einn í gegn en aftur mætti Van de Ven á síðustu stundu.
Destiny Udogie fékk frábært tækifæri til að tryggja Totenham stigin þrjú í uppbótatíma en skot hans fór beint á Fabianski. Þetta var teigana á milli síðustu sekúndurnar en hvorugu liðinu tókst að finna sigurmarkið.
West Ham fór upp fyrir Newcastle í 7. sæti deildarinnar en Tottenham mistókst að endurheimta fjórða sætið af Aston Villa.