Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 02. apríl 2024 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Firmino lagði upp sigurmarkið í sterkum sigri
Mynd: Getty Images

Roberto Firmino lagði upp sigurmark Al Ahli gegn Al Ittihad í sádí arabísku deildinni í gær.


Það reyndist eina mark leiksins en það kom eftir rúmlega hálftíma leik. Firas Al-Buraikan skoraði markið.

Franck Kessie var fyrirliði liðsins í gær. Leikmenn á borð við Edouard Mendy, Riyad Mahrez, Alan Saint-Maximin og Roger Ibanez voru einnig í byrjunarliði Al Ahli.

N'Golo Kante og Karim Benzema spiluðu allan leikinn fyrir Al Ittihad. Al Ahli er í 3. sæti deildarinnar með 51 stig, fimm stigum á undan Al Ittihad sem er í 4. sæti.


Athugasemdir
banner
banner