Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. maí 2022 15:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vildi ekki svara spurningum um Daníel Finns
Daníel í baráttunni við Tómas Bent í gær.
Daníel í baráttunni við Tómas Bent í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Siggi á hliðarlínunni í gær.
Siggi á hliðarlínunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fótbolti.net hafði samband við Sigurð Heiðar Höskuldsson, þjálfara Leiknis, og ræddi við hann um leik Leiknis gegn ÍBV í gær. Nokkuð athyglisvert átti sér stað í leiknum en fyrsta spurning átti hins vegar að vera um stöðu Daníel Finns Matthíassonar.

Frá því hefur verið greint að Daníel vilji fara frá Leikni og byrjaði hann á varamannabekknum í gær. Hann kom hins vegar inn á í seinni hálfleik.

Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  1 Leiknir R.

Siggi vildi ekki svara spurningum um Daníel og því var haldið í næstu spurningu.

Leiknir var í fjögurra manna varnarlínu eftir að hafa spilað með þrjá miðverði í fyrstu tveimur leikjunum. Hvernig kom það til?

Vildi fjölga mönnum inn á miðjunni
„Ég vildi fjölga mönnum inn á miðsvæðinu. Við vorum án Emils [Berger] og þurftum auka orku inn á miðsvæðinu," sagði Siggi.

Varstu ánægður með hvernig það kom út?

„Já, að einhverju leyti. Ég var ánægður með hvernig það kom út í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik náðum við ekki alveg nógu góðum takti. Heilt yfir hjálpaði það okkur í báðum hálfleikum myndi ég segja."

Í seinni hálfleik, fannst þér nægilega mikill sóknarþungi?

„Nei, bara alls ekki. Það helgaðist einhvern veginn á því að við áttum erfitt með að komast upp völlinn og náðum litlum takti í það sem við ætluðum að gera. Það er svekkelsi með það en einhvern veginn, miðað við ástandið á hópnum fyrir þennan leik og lykilmenn sem vantaði, þá var þetta kannski að einhverju leyti eðlilegt. Við þurftum að breyta leikstílnum út af því og eðlilegt að það komi hnökrar í leik liðsins, en þetta voru kannski fullmiklir hnökrar."

Ekki sama flæðið og á gervigrasi
Þessi leikur fer fram á grasi, finnst þér það eitthvað að segja í upphafi tímabils?

„Það er ekki að fara vera sama flæðið í leiknum eins og var á undirbúningstímabilinu þar sem við spiluðum á gervigrasi. Mér fannst völlurinn pínu þungur í gær, pínu loðinn - ógeðslega flottur völlur og búið að gera helvíti vel við hann en hann var þungur og menn voru að renna og menn verða aðeins þyngri þegar fer að líða á leikinn út af undirlaginu. Augljóslega verður ekki eins gott flot á boltanum. Við viljum spila þannig fótbolta að undirlagið hefur áhrif en samt engar afsakanir, við þurfum að vinna betur úr þessu," sagði Siggi.
Athugasemdir
banner
banner
banner