„Ég er hrikalega sáttur, ég er mjög ánægður með mitt lið í dag", sagði Arnar Skúli eftir 2-1 sigur Tindastóls gegn Fylki í Borgunarbikar kvenna í kvöld.
Tindastóll er í 1.deildinni á meðan að Fylkir er í Pepsi deildinni og því var um óvæntan sigur að ræða.
Aðspurður út í baráttu síns liðs sagði Arnar að hann vissi að liðið sitt þurfti að sýna mikla baráttu í leiknum.
„Uppleggið var að vinna baráttuna inná vellinum vegna þess að við vissum að við værum að spila gegn Pepsi deildar liði",
Arnar sagði að liðið væri að vinna í ýmsum hlutum eins og t.d. að skora eins fljótt og auðið er eftir að hafa fengið á sig mark.
„Við erum að vinna í ýmsum hlutum og við erum að gera það vel. Markmiðið er að halda alltaf áfram, þegar þeir skora þá skorum við",
Tindastóll er komið í næstu umferð Borgunarbikarsins og segir Arnar að það væri gaman að fá lið eins og Stjörnuna á Krókinn
„Það væri gaman að fá Stjörnuna eða Þór/KA á Krókinn, annars hef ég engan drauma mótherja",.
Athugasemdir























