Pochettino að missa starfið? - Man Utd tilbúið að losa sig við Antony og fleiri - Mörg lið berjast um Palhinha - De Bruyne vill MLS frekar en...
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
Alexandra í skýjunum: Það væri galið að setja hann ekki í svæðið
Hildur: Í augnablikinu vissi ég ekki að það kæmi mark úr því
Fyrsta landsliðsmarkið kom á besta tíma - „Ólýsanleg tilfinning"
Gunnhildur: Ætlað mér að vera styrktarþjálfari í svona tíu ár
Sædís: Þurfum að vera rólegri á boltanum og þora
Hefði frekar verið til í Valsvöllinn - „Eitthvað sem ég þarf að laga fyrir næsta leik"
Guðrún: Það voru Blikalög í rútunni á leiðinni og allir pepp
Alexandra: Er svo hógvær að ég segi að þetta sé sjálfsmark
Þrumuræða Þorvaldar gerði útslagið: Fyrst og fremst tilfinningar frá mér
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
Telma: Það var kannski smá mikið að gera á köflum
Olla: Pirrandi og svekkjandi að ná ekki að nýta að vera manni fleiri
Tveir í Serbíu með 'Antonsdóttir' á bakinu - „Mjög gaman að sjá þá"
banner
   sun 02. júní 2019 21:25
Kristófer Jónsson
Gulli Gull: Væri alveg til í að keppa eftir þrjá daga
Gulli var gríðarlega ánægður eftir leikinn í dag.
Gulli var gríðarlega ánægður eftir leikinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnleifur Gunnleifsson, markmaður og fyrirliði Breiðabliks, var gríðarlega sáttur eftir 4-1 sigur gegn FH í 7.umferð Pepsi Max-deildar karla í dag.

„Ég er bara hamingjusamur og stoltur af liðinu sem að ég er í. Við spiluðum gríðarlega vel á móti frábæru liði FH og það er ofboðslega gott að vera kominn í pásu eftir þennan sigur." sagði Gulli eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 FH

Staðan var markalaus þegar að flautað var til hálfleiks eftir tíðindalitlar 45 mínútur en í seinni hálfleik skoruðu Blikar fjögur mörk.

„Við héldum bara áfram og mér fannst þeir þreytast svolítið í seinni hálfleik á meðan að við erum með leikmenn eins og Andra Yeoman og Aron Bjarnason sem að verða bara ekkert þreyttir. Mér fannst við bara hlaupa yfir þá."

Núna tekur við landsleikjahlé en Breiðablik fer inní það á toppnum þar sem að Skagamenn töpuðu gegn ÍBV í dag. Mikið hefur verið rætt um leikjaálagið en Gulli gefur lítið fyrir það.

„Það er gott að vera á toppnum alltaf. Við værum alveg til í að vera að keppa eftir þrjá daga. Það er svo gaman að keppa." sagði Gulli að lokum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner