Gunnleifur Gunnleifsson, markmaður og fyrirliði Breiðabliks, var gríðarlega sáttur eftir 4-1 sigur gegn FH í 7.umferð Pepsi Max-deildar karla í dag.
„Ég er bara hamingjusamur og stoltur af liðinu sem að ég er í. Við spiluðum gríðarlega vel á móti frábæru liði FH og það er ofboðslega gott að vera kominn í pásu eftir þennan sigur." sagði Gulli eftir leik.
„Ég er bara hamingjusamur og stoltur af liðinu sem að ég er í. Við spiluðum gríðarlega vel á móti frábæru liði FH og það er ofboðslega gott að vera kominn í pásu eftir þennan sigur." sagði Gulli eftir leik.
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 1 FH
Staðan var markalaus þegar að flautað var til hálfleiks eftir tíðindalitlar 45 mínútur en í seinni hálfleik skoruðu Blikar fjögur mörk.
„Við héldum bara áfram og mér fannst þeir þreytast svolítið í seinni hálfleik á meðan að við erum með leikmenn eins og Andra Yeoman og Aron Bjarnason sem að verða bara ekkert þreyttir. Mér fannst við bara hlaupa yfir þá."
Núna tekur við landsleikjahlé en Breiðablik fer inní það á toppnum þar sem að Skagamenn töpuðu gegn ÍBV í dag. Mikið hefur verið rætt um leikjaálagið en Gulli gefur lítið fyrir það.
„Það er gott að vera á toppnum alltaf. Við værum alveg til í að vera að keppa eftir þrjá daga. Það er svo gaman að keppa." sagði Gulli að lokum.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir