Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   sun 02. júní 2019 21:25
Kristófer Jónsson
Gulli Gull: Væri alveg til í að keppa eftir þrjá daga
Gulli var gríðarlega ánægður eftir leikinn í dag.
Gulli var gríðarlega ánægður eftir leikinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnleifur Gunnleifsson, markmaður og fyrirliði Breiðabliks, var gríðarlega sáttur eftir 4-1 sigur gegn FH í 7.umferð Pepsi Max-deildar karla í dag.

„Ég er bara hamingjusamur og stoltur af liðinu sem að ég er í. Við spiluðum gríðarlega vel á móti frábæru liði FH og það er ofboðslega gott að vera kominn í pásu eftir þennan sigur." sagði Gulli eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 FH

Staðan var markalaus þegar að flautað var til hálfleiks eftir tíðindalitlar 45 mínútur en í seinni hálfleik skoruðu Blikar fjögur mörk.

„Við héldum bara áfram og mér fannst þeir þreytast svolítið í seinni hálfleik á meðan að við erum með leikmenn eins og Andra Yeoman og Aron Bjarnason sem að verða bara ekkert þreyttir. Mér fannst við bara hlaupa yfir þá."

Núna tekur við landsleikjahlé en Breiðablik fer inní það á toppnum þar sem að Skagamenn töpuðu gegn ÍBV í dag. Mikið hefur verið rætt um leikjaálagið en Gulli gefur lítið fyrir það.

„Það er gott að vera á toppnum alltaf. Við værum alveg til í að vera að keppa eftir þrjá daga. Það er svo gaman að keppa." sagði Gulli að lokum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner