Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   fim 02. júní 2022 22:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar: Ætlum að vera tilbúnir með mjög gott lið fyrir undankeppni EM
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, spjallaði við Viaplay eftir jafntelfi gegn Ísrael í fyrsta leik í B-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld. Um er að ræða fyrsta stigið sem Ísland fær í Þjóðadeildinni frá því hún byrjaði árið 2018.

Lestu um leikinn: Ísrael 2 -  2 Ísland

„Leikplanið sem við lögðum upp með, það virkaði. Við vissum að þeir væru fljótir, léttleikandi og myndu koma á okkur. Fyrstu 20 mínúturnar voru erfiðar en það var frábært hvernig við snúum til baka," sagði Arnar.

„Síðustu 25 mínúturnar í fyrri hálfleik voru mjög góðar. Við fáum 2-3 mjög góð færi fyrir utan markið sem við skorum. Fyrstu 15-20 mínúturnar í seinni hálfleik voru líka mjög góðar."

Arnar var svekktur með að klára ekki leikinn í stöðunni 1-2, hann telur að það hafi verið færi til þess að gera það. „Við klárum það ekki og menn verða að læra það. Við verðum stigið því þeir fengu 2-3 dauðafæri síðustu tíu mínúturnar."

„Ég er stoltur af strákunum og þetta er góð byrjun. Við byrjum á erfiðum útivelli og tökum stig. Ég sagði það fyrir leikinn að ég myndi alltaf taka stig. Ég er drullusvekktur að taka ekki þrjú, en þetta er skref í rétta átt í þessu ferli sem við erum í."

Það er búið að vera neikvæð umræða í kringum liðið upp á síðkastið.

„Við getum bara stjórnað því sem við getum stjórnað. Við reynum að spila leikinn inn á vellinum. Fólk má og verður að hafa skoðanir. Ég get ekki stjórnað því sem er fyrir utan mig, ég er að vinna mína vinnu og geri það af bestu getu... ég get bara unnið mína mínu og þeir sem vilja alltaf vera neikvæðir, þeir verða bara að fá að vera neikvæðir."

Næsti leikur er á mánudag gegn Albaníu á heimavelli. „Við förum heim og hvílum okkur. Svo sjáum við hverjir eru klárir á mánudaginn. Það getur vel verið að það verði einhver ný nöfn í byrjunarliðinu þá... við erum að þróa lið og ætlum að vera tilbúnir með mjög gott landslið fyrir undankeppni EM á næsta ári. Við viljum vinna alla leiki og það segir sitt að strákarnir eru hundsvekktir inn í klefa. Þetta er skref í rétta átt," sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner