Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   fös 02. júní 2023 22:13
Hafliði Breiðfjörð
Fred: Einn galdrakall og einn töframaður
Fred var geggjaður hjá Fram í kvöld.
Fred var geggjaður hjá Fram í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var góður leikur hjá okkur í kvöld, liðsandinn skilaði okkur þessum þremur stigum, virkilega vel gert," sagði Fred leikmaður Fram sem skoraði tvö og lagði upp eitt í 4 - 1 sigri á Keflavík í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 4 -  1 Keflavík

Leikurinn var í raun eins og dauðinn af skriðbeltunum langt framan af í fyrri hálfleik, eða þar til Fred skoraði glæsilegt mark í upppbótartíma fyrri hálfleiks með skoti fyrir utan teig í samskeytin.

„Keflavík er með gott lið sem berst mikið og hleypur mikið og því var þetta stöðubarátta í fyrri hálfleik. Svo náði ég góðu skoti á lokamínútum fyrri hálfleiks og það opnaði leikinn," sagði Fred.

„Ég gerði bara það sem ég geri daglega, ég æfi mikið alla daga á hverri einustu æfingu og svo er ég oft eftir æfingarnar að taka skotæfingar. Hann fór loksins inn þarna, Aron Jóhannsson öskraði og bað um boltann og þegar ég skaut sagði hann: Fred, come on! Ég er virkilega ánægður með að hafa skorað."

Í seinni hálfleik tók við sýning Fred og Tiago vinar hans í liðinu og það var í raun bara eitt lið á vellinum.

„Ég og Tiago höfum þekkst í fimm ár og hann er einn af mínum bestu vinum. Við náum virkilega vel saman og segjum bara nokkur orð á portúgölsku og þá kemur eitthvað. Hann er töframaður og ég fékk góða sendingu frá honum í síðasta markinu og þá á ég bara að skora," sagið hann.

En eru þeir þá tveir töframennirnir á vellinum? „Einn galdrakall og einn töframaður," sagði Fred og hló.

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner