Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
banner
   fös 02. júní 2023 22:13
Hafliði Breiðfjörð
Fred: Einn galdrakall og einn töframaður
Fred var geggjaður hjá Fram í kvöld.
Fred var geggjaður hjá Fram í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var góður leikur hjá okkur í kvöld, liðsandinn skilaði okkur þessum þremur stigum, virkilega vel gert," sagði Fred leikmaður Fram sem skoraði tvö og lagði upp eitt í 4 - 1 sigri á Keflavík í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 4 -  1 Keflavík

Leikurinn var í raun eins og dauðinn af skriðbeltunum langt framan af í fyrri hálfleik, eða þar til Fred skoraði glæsilegt mark í upppbótartíma fyrri hálfleiks með skoti fyrir utan teig í samskeytin.

„Keflavík er með gott lið sem berst mikið og hleypur mikið og því var þetta stöðubarátta í fyrri hálfleik. Svo náði ég góðu skoti á lokamínútum fyrri hálfleiks og það opnaði leikinn," sagði Fred.

„Ég gerði bara það sem ég geri daglega, ég æfi mikið alla daga á hverri einustu æfingu og svo er ég oft eftir æfingarnar að taka skotæfingar. Hann fór loksins inn þarna, Aron Jóhannsson öskraði og bað um boltann og þegar ég skaut sagði hann: Fred, come on! Ég er virkilega ánægður með að hafa skorað."

Í seinni hálfleik tók við sýning Fred og Tiago vinar hans í liðinu og það var í raun bara eitt lið á vellinum.

„Ég og Tiago höfum þekkst í fimm ár og hann er einn af mínum bestu vinum. Við náum virkilega vel saman og segjum bara nokkur orð á portúgölsku og þá kemur eitthvað. Hann er töframaður og ég fékk góða sendingu frá honum í síðasta markinu og þá á ég bara að skora," sagið hann.

En eru þeir þá tveir töframennirnir á vellinum? „Einn galdrakall og einn töframaður," sagði Fred og hló.

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner