Oblak orðaður við Man Utd - Ungur leikmaður Blackburn á blaði Everton og Man Utd - Liverpool hefur enn áhuga á Bruno
Sölvi Geir: Skrípamörk sem að við fáum á okkur
Damir: Þetta snýst um að vinna og við þurftum á þessum sigri að halda
Óskar Hrafn: Við skulduðum þessa frammistöðu
Gísli Eyjólfs: Mér finnst þessi rígur geggjaður
Davíð Atla: Ber engar tilfinningar til Breiðabliks
Foreldrarnir flugu að austan fyrir stóru stundina - „Alltaf stutt við bakið á mér"
Glódís um misskilninginn: Það skipti kannski ekki höfuðmáli
„Þetta er bara nýr leikur og ný saga til að skrifa"
Farið fram úr björtustu vonum Ísaks - „Voru að ýta gríðarlega mikið allt sumarið"
Rúnar Páll: Þetta eru úrslitaleikir og þú mátt ekkert misstíga þig mikið meira
Haddi: Núna erum við ekki að spila leik þriðja hvern dag
Harley um skiptin í KA: Fyrir mér er rígurinn ekki neitt því ég er ekki íslenskur
Aron Þórður: Við gáfum þeim tvö auðveld mörk
Arnar Grétars: Þetta var svolítið soft vítaspyrna
Rúnar Kristins: Við gerum okkur grein fyrir því hver staðan er
Ásgeir Frank: Við getum spilað tvískiptan fótbolta
Jökull: Mikið talað um okkur úti á grasvöllum
Fúsi: Varnarleikurinn var bara ekki nógu góður í 8 mínútur í dag
Túfa: Hissa að hann sparkaði í mig, en get ekki stýrt hvað hann gerir
Eggert: Ef við spilum svona mun okkur ganga vel
banner
   fös 02. júní 2023 00:40
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Lovísa Scheving: Þetta kemur okkur ekkert á óvart
watermark Lovísa í leiknum gegn Fram
Lovísa í leiknum gegn Fram
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Flottur sigur, gott að sækja þrjú stig á erfiðum útivelli á móti sterku liði Fram“ sagði Lovísa Scheving, leikmaður Gróttu, eftir 1-6 sigur á Fram í nýliðaslag í Lengjudeildinni. 


Lestu um leikinn: Fram 1 -  6 Grótta

Aðspurð hvort hún hafi verið sátt með frammistöðuna hjá liðinu segir hún: „Já og nei. Mér fannst við geta mætt þeim með meiri krafti og meiri ákefð. Við urðum frekar 'sloppy' síðustu fimmtán mínútur leiksins þannig að það er eitthvað sem við getum alltaf bætt.

Grótta spilaði Fram í kaf í leiknum en hvernig var leikurinn lagður upp af þeirra hálfu? 

Það sem við lögðum aðallega upp með var að koma kantmönnunum okkar í einn á einn stöðu á bakverðina sem að virkaði mjög vel og bara mæta til leiks af miklum krafti.

Grótta hefur verið spútník lið Lengjudeildarinnar á þessari leiktíð en þegar Lovísa var innt eftir því að hvort að liðið væri ekki ánægt með byrjunina á mótinu sagði hún: „Jú. Þetta kemur okkur svo sem ekkert á óvart en það er fínt að koma öðrum á óvart sem að vita ekki hvernig Gróttuliðið er uppsett og hversu margir sterkir leikmenn eru innan liðs og gott þjálfarateymi.“


Athugasemdir
banner
banner