Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
   fös 02. júní 2023 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stefán útskýrir af hverju hann heldur með Luton - „Ég var húkkt"
Luton leikur í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Luton leikur í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Mynd: Getty Images
Sigri fagnað.
Sigri fagnað.
Mynd: Getty Images
Luton er komið upp í ensku úrvalsdeildina og mun leika þar á næstu leiktíð eftir að hafa lagt Coventry að velli í úrslitaleik umspilsins. Leikurinn fór í vítaspyrnukeppni þar sem Luton hafði betur.

Luton á nokkra stuðningsmenn hér á landi og þar á meðal er sagnfræðingurinn Stefán Pálsson. Hann ræddi við fréttamenn Fótbolta.net um áhuga sinn á Luton fyrir nokkrum dögum síðan.

„Það eru fáeinir dagar síðan ég hélt upp á 40 ára stuðningsmanns afmælið," sagði Stefán þá. „Það var þannig einfaldlega að þegar ég er átta ára þá fæ ég fótboltadellu. Ég gerist Framari og upplifi fótbolta sem æðislegasta hlut í heimi. Maður þurfti líka að halda með liði í ensku."

„Það að halda með Liverpool eins og allir var klisja, það var ekki í boði og varð að vera eitthvað annað. Ég var skotin í Aston Villa en besti vinur minn hélt með þeim og það hefði verið eitthvað 'iffy' við það."

Stefán ákvað fyrir lokaumferðina 1983 að halda með Luton, liði sem var að fara í úrslitaleik upp á að bjarga lífi sínu í deildinni.

„Þarna er lokaumferðin í gömlu 1. deildinni, 1983. Luton eru nýliðar og strax þá var talað um það að þetta væri furðulítill klúbbur þó þeir hefðu sögulega séð verið í efstu deild og þokkalegir. Þeir höfðu orðspor fyrir að spila skemmtilegan bolta. Þeir fara í lokaumferðina á Maine Road og Manchester City er í sætinu fyrir ofan. Með sigurmarki fimm mínútum fyrir leikslok frá Raddy Antic þá heldur Luton sér uppi og sendir Man City niður. Ég var húkkt. Ég var orðinn Luton maður þegar liðið kemur í janúar 1985 og heimsækir Ísland, spilar vígsluleik á gervigrasinu í Laugardal. Það var leikur á móti Reykjavíkurúrvalinu."

Stefán hefur gengið í gegnum margt sem stuðningsmaður Luton en hann hefur fylgt liðinu í utandeild og núna upp í þá efstu. Liðið var í fimmtu efstu deild fyrir tíu árum en leikur í ensku úrvalsdeildinni seinna í ár. „Þetta einkennist af skrautlegum eigendum, hálfgerðir glæpamenn tóku við félaginu á köflum. Það krassar allt í byrjun þessarar aldar," segir Stefán en í þættinum að neðan er hægt að hlusta á allan þáttinn þar sem Stefán ræðir um nýjasta lið ensku úrvalsdeildarinnar.

Sjá einnig:
Luton klúbburinn með athöfn á Ölveri á morgun
Enski boltinn - Stefán Páls fer yfir ævintýri Luton Town
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner